Fíflunum útrýmt
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 14. jún 2009 16:13 • Uppfært 08. jan 2016 19:20
Á fimmtudaginn var tóku starfsmenn bæjarskrifstofunnar á Reyðarfirði sig til og gróðursettu runna við bílastæði kirkjunnar. Starfsmenn stóðu sig ágætlega við gróðursetningu en voru í essinu sínu þegar þeir komust í mikla fíflabreiðu í stærðarbeði. Þar var farið á kostum og reitt heilt kerruhlass af fíflum. Eftir góða vinnuskorpu var boðið í grill við safnaðarheimilið.
Á vef Fjarðabyggðar segir að full ástæða sé til að hvetja aðra vinnustaði til þess að skipuleggja hreinsunar- eða umhverfisdaga og laga til, hreinsa og gróðursetja og gera Fjarðabyggð enn fallegri.