Þetta vilja börnin sjá!

egilsstadir.jpgMyndlistarsýningin „Þetta vilja börnin sjá!“ opnaði í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í morgun. Á sýningunni gefur að líta myndskreytingar úr nýútkomnum íslenskum barnabókum. Markmiðið er að beina athyglinni að gildi myndskreytinga í barnabókum.

 

Þátttakendur keppa jafnframt um íslensku myndskreytingaverðlaunin sem kennd eru við Dimmalimm. Verðlaununum er ætlað að hvetja bæði útgefendur og höfunda texta og mynda til frekari dáða.

Karl Jóhann Jónsson hlaut Dimmalimm – íslensku myndskreytingaverðlaunin 2010 fyrir bókina Sófus og svínið sem gefin er út af Námsgagnastofnun

Þátttakendur í sýningunni í ár eru:
Adrian Sölvi Ingimundarson,
Agnieszka Nowak,
Anna Cynthia Leplar,
Auður Ösp Guðmundsdóttir og Embla Vigfúsdóttir,
Áslaug Jónsdóttir,
Björk Bjarkadóttir,
Brad D. Nault,
Brynhildur Jenný Bjarnadóttir,
Cassandra Canady,
Elísabet Brynhildardóttir,
Emily Weber, Erla Sigurðardóttir,
Freydís Kristjánsdóttir,
Guðrún Kristín Magnúsdóttir,
Gunnar Júlíusson,
Halldór Á Elvarsson,
Halldór Baldursson,
Hjalti Bjarnason,
Inga María Brynjarsdóttir,
Josefina Margareta Morell,
Karl Jóhann Jónsson,
Kristín Arngrímsdóttir,
Kristín María Ingimarsdóttir,
Matias Festa, Sigríður Ásdís Jónsdóttir,
Sigrún Eldjárn, Sirrý Margrét Lárusdóttir,
Þórarinn M. Baldursson,
Þórey Mjallhvít H. Ómarsdóttir.

Sýningin verður opin á efri hæð Sláturhússins út mánuðinn, mánudaga til fimmtudag 17:00-22:00 og föstudaga, laugardaga og sunnudaga 14:00-16:00. Auk þess er hægt að panta sýningu á öðrum tíma í síma 894 7282 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.