Skip to main content

Eldur í Hlíðargötu í Neskaupstað

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 02. mar 2009 18:31Uppfært 08. jan 2016 19:19

Slökkvilið Fjarðabyggðar var kallað út Kl. 16:36 í dag að efri hæð í tveggja hæða tvíbýlishúsi að Hlíðargötu í Neskaupstað. Þar hafði orðið vart við mikinn reyk í íbúð á efri hæð. Reykkafarar fóru  inn í húsið til leitar og slökktu eld við eldavél og í eldhúsinnréttingu. Neðri hæð hússins var strax rýmd. Einn íbúi var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað vegna gruns um reykeitrun. Skemmdir urðu vegna elds við eldavél og í eldhúsinnréttingu. Hiti og reykur barst upp í þakrými um viftustokk auk þess sem sót barst um alla íbúðina. Að sögn Guðmundar Helga Sigfússonar slökkviliðsstjóra Fjarðabyggðar gekk hratt og vel að ráða niðurlögum eldsins og reykræsta íbúðina.

11_27_5---flames_web.jpg

Slökkvilið Fjarðabyggðar var kallað út Kl. 16:36 í dag að efri hæð í tveggja hæða tvíbýlishúsi að Hlíðargötu í Neskaupstað. Þar hafði orðið vart við mikinn reyk í íbúð á efri hæð. Reykkafarar fóru  inn í húsið til leitar og slökktu eld við eldavél og í eldhúsinnréttingu. Neðri hæð hússins var strax rýmd. Einn íbúi var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað vegna gruns um reykeitrun. Skemmdir urðu vegna elds við eldavél og í eldhúsinnréttingu. Hiti og reykur barst upp í þakrými um viftustokk auk þess sem sót barst um alla íbúðina. Að sögn Guðmundar Helga Sigfússonar slökkviliðsstjóra Fjarðabyggðar gekk hratt og vel að ráða niðurlögum eldsins og reykræsta íbúðina.

11_27_5---flames_web.jpg