Ekki of mikið YouTube: Fylgst með netnotkun sumarstarfsmanna í Végarði

fljotsdalur_sudurdalur.jpg

Reynt er að gæta þess að sumarstarfsmenn Landsvirkjunar í Fljótsdal fari ekki fram yfir á því gagnamagni sem er til ráðstöfunar á nettengingu Fljótsdalshrepps í gestastofunni í Végarði. Erlendir gestir eru í meirihluta þeirra sem heimsækja upplýsingamiðstöðina.

 

„Starfsmenn eiga ekki að stunda niðurhal, en fylgjast þarf með notkun þeirra,“ segir í nýjustu fundargerð húsnefndar Végarðs. Þar er óskað eftir að starfsmennirnir hafi áfram aðgengi að nettengingu í húsinu. Sérstakur varnagli er þó settur um hver greiði fyrir það ef farið sé fram yfir á gagnamagni, hvort hreppurinn rukki fyrir það sérstaklega eða öll netnotkun sé innifalinn í leigu Landsvirkjunar.

Um 60% gesta í Végarði síðasta sumar voru erlendir ferðamenn. Alls rituðu um 5.400 gestir nöfn sín í gestabók. Sýningin var opin frá 1. júní til 30. ágúst. Fyrirhugað er að opið verði í Végarði með sama fyrirkomulagi í sumar og undanfarin ár.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar