Einu sinni á ágústkvöldi

Dagskrá hátíðarinnar Einu sinni á ágústkvöldi, þar sem minning bræðranna Jóns Múla og Jónasar Árnasona, er heiðruð, er í raun hafin með starfi listasmiðjunnar undir handleiðslu Valgeirs Skagfjörð. Í kvöld er bæjargrill á Vopnafirði og annað kvöld verður uppkeruhátíð í félagsheimilinu.

 

Í fyrra ákvað menningarmálanefnd ákvörðun um að leggja Vopnafjarðardaga af í sinni mynd og gera menningarhátíðina Einu sinni á ágústkvöldi að þungamiðju menningarmála hafandi komið upp setri þeirra Múlabræðra. Hátíðin er með öðrum hætti en bæjarhátíðin, minni í sniðinu og tekur einkum og sér í lagi mið af verkum bræðranna.

Listasmiðja ungmenna er arfleið fyrri hátíðar og á sinn mikilvægasti hluti þessarar því það eru vopnfirsk ungmenni sem fá tækifæri að vinna með hæfustu listamönnum þjóðarinnar og sýna afrakstur vinnu sinnar á sviði félagsheimilisins. Á laugardagskvöldið kl. 20:00 er fjölskylduskemmtunin á dagskrá en áður en kemur að sýningu ungmennanna mun Valgeir leika nokkur laga Múlans, greina frá tilurð laganna og segja sögur af bræðrunum, sem hann þekkti af eigin raun. Án alls efa verður þetta mikil skemmtun í alla staði, Valgeir er alvanur að setja saman leik- og söngleiki.

Síðar um kvöldið, kl. 22:00, mun hið frábæra band Pálma Gunnarssonar, Park Project, stíga á svið og leika af fingrum fram en auk vopnfirðingsins Pálma eru í bandinu Hrund Ósk Árnadóttir söngkona, Kristján Edelstein gítarleikari, Kjartan Valdimarsson píanóleikari og Baldur Birgisson trommuleikari. Hljómsveitin lék við opnun Múlastofu fyrir 2 árum en þá án hinnar söngkonunnar.
Að afloknum tónleikum er Mikligarður opinn þeim er vilja sitja ögn lengur, spjalla og njóta þess að vera til.

Bæjargrillið verður á skólalóðinni og hefst kl. 19:00 í kvöld. Áður en að því kemur verða bæjarbúar búnir að skreyta hús sín með margvíslegum hætti. Grillið hefur verið fjölsótt og með lifandi tónlist - hljómsveitin Kleópatra - verður án alls efa stuð, stígin dans og sungið við raust fram á nótt.

Á sunnudag gefst íbúum og gestum færi á að halda til kirkju og njóta söngs KK auk predikunar sr. Stefáns Más, þar sem léttleikinn er í forgrunni enda um léttmessu að ræða. Á sl.árum hafa ýmsir listamenn kyrjað í Vopnafjarðarkirkju, með KK er tryggt að frá gæðunum er hvergi hvikað.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.