Dugnaðarforkar úr Hallormsstaðarskóla verðlaunaðir

heimiliogskoli_mai11.jpgÞórólfur Sigjónsson og Guðný Vésteinsdóttir, foreldrar barna í Hallormsstaðarskóla, fengu Dugnaðarforkaverðlaun Heimilis og skóla sem afhent voru á aðalfundi samtakanna í Reykjavík í gær. Þórólfur og Guðný fá verðlaunin fyrir sjálfboðaliðastarf á tímum fjárskorts og öfluga og virka þátttöku í skólastarfinu.

Þórólfur þjálfaði til dæmis lið skólans í Skólahreysti sem náði athyglisverðum árangri þegar skólinn, sem hefur um 50 nemendur, vann Austurlandsriðilinn. Guðný hefur verið sérlega virk í íþróttastarfi á vegum UMF Þristar fyrir utan að baka fjölda skógarlumma sem börn og foreldrar á Hallormsstað hafa notið síðustu ár.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.