Drífandi ,,Í anda Vilhjálms Vilhjálmssonar"

Karlakórinn Drífandi hélt tónleika í Egilsstaðakirkju fyrr í kvöld. Tónleikarnir voru í anda og helgaðir Vilhjámi heitnum Vilhjálmssyni söngvara og textaskáldi.

drifandi_vilhjalmur.jpgEgilstaðakirkja sem tekur milli 250 og 300 manns í sæti var full út úr dyrum og var gríðarleg ánægja með flutning kórsins á lögum sem Vilhjálmur hafði sungið.  Kórinn sem að jafnaði er skipaður um 30 körlum, flutti átta af lögum Vilhjálms, auk þess að syngja tvö í viðbót með tónleikagestum.

Sögumaður sem samdi og átti að flytja æviágrip Vilhjálms, Jóhann G. Gunnarsson, var gostepptur í höfuðborginni, þar sem ekki var flogið í dag, vegna gossins í Fimmvörðuhálsi. Það kom þó ekki að sök, Sigfús Guttormsson hljóp í skarðið fyrir Jóhann og las æviágripið sem var ítarlegt og fróðlegt og var kynnir á tónleikunum.

Séra Lára Oddsdóttir á Valþjófsstað sagði frá kynnum sínum af Vilhjálmi en þau voru skólasystkin öll menntaskólaárin við Menntaskólann á Akureyri og samstúdentar þaðan árið 1964.

Hljómsveit sem lek undir hjá kórnum var skipuð, Andrési Einarssyni á gítar, Áslaugu Sigurgestsdóttir á þverflautu, Óðni Gunnari Óðinssyni á bassa, Olgu Zuchowicz á selló, Pálma Stefánssyni á trommur, Teresu Zuchowicz á píanó og Zbigniew Zuchowicz á píanó og fiðlu og hann er jafnframt undirleikari kórsins.   Stjórnandi kórsins sem verður 10 ára á næsta ári, hefur frá upphafi verið Drífa Sigurðardóttir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.