Danshópur í vinnuskólanum (Myndband)

Stofnaður hefur verið danshópur í Vinnuskóla Fljótsdalshéraða.   Um er að ræða danshópinn 700, sem skipaður er nemendum vinnuskólans.

dansad_i_vinnuskolanum.jpgFyrstu viku vinnuskólans tók hópurinn upp dansmyndband, þar sem hver meðlimur hópsins samdi sjálfur sín eigin spor. Myndbandið má sjá hér.

Frá þessu segir á heimasíðu Fljótsdalshéraðs en dansararnir eru á aldrinum 14-16 ára, og gafst þeim kostur á að taka þátt í listahópi, í staðinn fyrir að sinna hefðbundinni útivinnu. 

Hópurinn mætir alla virka daga og æfir í íþróttahúsinu á Egilsstöðum. Dagurinn hefst á danstíma þar sem meðlimir hópsins læra danstækni og dansrútínur. Í framhaldi af danstímanum tekur við skapandi starf þar sem æfð eru ýmis konar atriði ásamt æfingum í spuna og að koma fram.

Hópurinn mun koma fram við ýmis tilefni í sumar, umsjónarmaður hans er Emelía Antonsdóttir Crivello.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar