Dans– og tónverk frumflutt á Skriðuklaustri

Dans- og tónverk sem listamennirnir Megan Harrold og Charlie Rauh hafa unnið að síðustu vikur í gestaíðbúðinni á Skriðuklaustri verður frumflutt í Snæfellsstofu á morgun.

 

Dansarinn Megan Harrold og tónskáldið og gítaristinn Charlie Rauh hafa samið dansog tónverk fyrir dansara og gítar sem byggir á sýnum nunnunnar Hildegard von Bingen (1098-1179). Hildigerður þessi var uppi á 12. öld og skrifaði um undarlegar sýnir sem segir frá í ritverkinu Scivias. Verk þeirra Charlie og Megan er samið út frá hinum skrifaða texta og orð og lýsingar yfirfærðar í dans og tóna. Einnig er það undir áhrifum frá tungumáli sem Hildigerður bjó sjálf til með eigin stafrófi.

Dans-og tónverkið er með stíganda og líkist lyftuferð þar sem samspil tónlistarmanns og dansara færir verkið frá einni hæð á aðra. Flutningur þess er því á vissan hátt spuni sem þó fylgir ákveðnum kjarna sem byggir á samhljómi listamannanna.

Flutningurinn byrjar kl. 15:00. Aðgangur er ókeypis. Nánari upplýsingar um Rauh og Harrold eru á culturalreflex.webs.com

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.