Dagskrá Bræðslunnar tilkynnt: Óskarsverðlaunahafi mætir í sumar

braedslan_0155_web.jpgÍrski óskarsverðlaunahafinn Glen Hansard verður meðal gesta á tónlistarhátíðinni Bræðslunni í sumar. Kunnugleg andlit í formi Jónasar Sigurðssonar og Hjálma koma einnig í heimsókn. Hátíðin verður í sumar haldin í sjöunda sinn helgina 22. – 24. júlí.

 

Hansard er ríflega fertugur Íri sem hlaut Óskarsverðlaunin árið 2008 fyrir lag sitt „Falling down“ sem var í írsku kvikmyndinni „Once“ sem einnig var tilnefnd sem besta erlenda myndin. Hann hefur farið fyrir hljómsveitinni The Frames og The Swell Season. Hansard verður í sumar á tónleikaferðalagi með Eddie Wedder, söngvara bandarísku sveitarinnar Pearl Jam.

Aðrir gestir Bræðslunnar í ár eru sennilega kunnari íslenskum tónlistaráhugamönnum. Reggeasveitin Hjálmar kemur í heimsókn, austfirska blúsrokksveitinn Vax, trúbadorinn Svavar Knútur og Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar, sem segja má að séu orðnir fastagestir á Bræðslunni.

Forsala á Bræðsluna hefst fimmtudaginn 19. maí á midi.is og afgreiðslustöðum mida.is og er vert að taka fram að síðustu ár hefur selst upp á Bræðsluna í forsölu enda aðeins 800 aðgöngumiðar í boði í forsölu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.