Bóndagrýlan lagði Vestmannaeyinga

Fljótsdalshérað er komið áfram í spurningakeppninni Útsvari eftir 86-33 sigur á Vestmannaeyjum í kvöld. Þetta er annað árið í röð sem Fljótsdalshérað slær Vestmannaeyjar út í fyrstu umferð keppninnar.

 

ImageFyrir keppnina upplýsti Sighvatur Jónsson, liðsmaður Vestmannaeyjaliðsins, að litið væri á Þorstein Bergsson, bónda á Unaósi, sem spurningakeppnisgrýlu í Vestmannaeyjum. Grýlan hrelldi áfram Vestmannaeyinga þar sem Héraðsmenn unnu að lokum með fimmtíu stiga mun.

Í það stefndi ekki í upphafi. Vestmannaeyingar voru yfir, 12-8 eftir hraðaspurningar en Vestmannaeyingar náðu tíu fyrstu stigunum. Héraðsmenn rönkuðu þá við sér og góður árangur í vísbendingaspurningum og leik fóru langt með að gera út úr keppnina. Að loknum valflokkaspurningum var munurinn kominn í þrjátíu stig og úrslitin í raun ráðin.

Stóru spurningarnar í lokin reyndust snúnar. Svo snúnar að meira að segja stjörnufræðikennarinn, Þorbjörn Rúnarsson, klúðraði öðru sinni í sögunni stjörnufræðispurningu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar