Bók með ljóðum Þorsteins í Svínafelli komin út

ljodabokarcover_svinafell.jpgLjóðabókin Undir breðans fjöllum, úrval verka Þorsteins Jóhannssonar í Svínafelli, var formlega kynnt í gær. Það er fjölskylda Þorsteins sem valdi verkin í bókina.

 

Bókin, Undir breðans fjöllum,  er um 300 bls. og  inniheldur ljóð og lausavísur, æviágrip, myndir og skýringartexta. Efnið varpar ljósi á lífshlaup höfundar allt frá því að hann var barn og vitnar á margan hátt um aðstæður í byggðarlaginu á 20. öldinni.  Þorsteinn var fæddur 1918 og hann lést 1998.

Yrkisefnin eru ýmist vegna hátíðlegra tilefna, sögulegra atburða eða um líðandi stund. Auk hinna stærri ljóða er víða slegið á létta strengi bæði í dagsins önn og við skemmtanahald. Einnig er skólastarfi Þorsteins gerð nokkur skil þar sem vísnagerð kemur mikið við sögu, bæði til að létta lund í skólastofunni og til að festa námsefnið í minni.

Bókaútgáfan Hólar gefur bókina út og annast dreifingu hennar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.