Bjartmar sýnir á Hátíð hafsins

bjartmar_gudlaugsson_myndlist_web.jpgFjöllistamaðurinn Bjartmar Guðlaugsson opnar myndlistarsýningu á Hátíð hafsins á morgun. Hann tekur lagið við opnunina og gefur út bók.

 

Hafið er þema sýningarinnar en Bjartmar segir listsköpun sína löngum hafa verið nátengda sjómennsku og brauðstritinu við sjávarsíðuna. Á morgun kemur einnig út bók með ljóðum Bjartmars, söngtextum og ljóðum sem er ríkulega myndskreytt með myndverkum hans.

Sýningin verður á Sjávarbarnum og Keisaranum á Granda og er opin frá 10:00-22:00 alla daga. Bjartmar verður sjálfur á svæðinu á morgun og tekur lagið klukkan 17:00.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.