Bæjarstjórnin söng í Leikskóla er gaman: Myndband

fherad_baejo_07022013.jpg
Bæjarfulltrúar Fljótsdalshéraðs tóku áskorun leikskólabarna af deildinni Tjarnarbæ/Skógarbæ um að syngja á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi. Bæjarfulltrúarnir sungu hið vinsæla Í leikskóla í gaman.

Börn af leikskóladeildunum heimsóttu bæjarstjórnarskrifstofurnar í gær í tilefni af degi leikskólans. Þau sungu þrjú lög fyrir bæjarstjórann og bættu við áskorun til bæjarfulltrúa um að syngja á fundi sínum. Við þeirri áskorun urðu bæjarfulltrúarnir í gær.

Börnin gerðu einnig athugasemdir við umgang bæjarfulltrúa á fundarborðinu. Á fundinum var áréttað við bæjarfulltrúa að taka betur til eftir sig.
 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.