Austfirsk þungarokkssveit á bandarískum safndiski

Þungarokksveitin Bad Carburetor frá Egilsstöðum er meðal þeirra hljómsveita sem plötuútgáfan 272 Records, hefur valið á nítjánda diskinn í safndiskaröðinni Riot On Sunset. Diskurinn kom út á þriðjudag.

4078514125_faff45eafa_vefur.jpg

„Við fengum boð frá þeim hálfum mánuði eftir að við settum nýja lagið okkar, Underground, á netið,“ segir trommuleikarinn Davíð Logi Hlynsson. Ásamt honum eru í tríóinu Hafþór Máni Valsson, söngvari og gítarleikari og Ari Frank Inguson, bassaleikari. Þeir hafa allir búið um lengri eða skemmri tíma á Egilsstöðum.

272 Records, sem staðsett er í Los Angeles í Bandaríkjunum, sérhæfir sig í að finna hljómsveitir á netinu og safna saman lögum frá þeim. Áður hafa Atómstöðin og Vax, báðar frá Egilsstöðum, átt lög á diskum í röðinni sem og íslenska sveitin Foreign Monkeys. Meðal þekkustu nafnanna sem átt hafa lög á Riot On Sunset eru Sick Puppies og Beautiful Creatures. Diskunum er síðan dreift á 25 háskólaútvarpsstöðvar í Bandaríkjunum.

„Við erum greinilega að gera eitthvað rétt fyrst okkar lag er valið,“ segir Davíð. „Vonandi getum við byggt frekar á þessu. Þetta gefur okkur færi á að kynna hljómsveitina.“ Aðspurður um vinsældir hljómsveita af Héraði hjá 272 Records segist Davíð álíta það tilviljun en bætir við . „Austfirskt þungarokk er klárlega mun betra en annað. Fagmennskan þar er meiri.“

Hlusta má á Underground og fleiri lög sveitarinnar á www.myspace.com/badcarb

 

GG

  

Mynd: F.v. Ari, Davíð og Hafþór Máni. /Mynd GG.

  

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar