Atvinnumálafundur kl. 15

Fundur um atvinnumál og nýsköpun verður haldinn á Hótel Héraði í dag klukkan þrjú. Það eru Vísindagarðurinn ehf. og atvinnumálanefnd Fljótsdalshéraðs sem boða til fundarins. Yfirskrift hans er „Hver er staðan og hverjar eru horfunar í atvinnulífinu? Hvar liggja ný atvinnutækifæri og hvernig á að skapa þau?" Tveir framsögumenn verða á fundinum;  Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, fjallar um nýsköpun í atvinnulífinu og Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins flytur erindi um horfurnar í atvinnulífinu.

fljtsdalshra_bjarmerki.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar