Árni Ísleifsson látinn

Árni Ísleifsson, fyrrum tónlistarkennari á Egilsstöðum og hvatamaður að stofnun Jazzhátíðar Egilsstaða er látinn, 91 árs að aldri.

Árni var fæddur í Reykjavík 18. September 1927. Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að hann hafi lokið námi frá Verslunarskóla Íslands og tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík.

Hann var þekktur hljóðfæraleikari og spilaði með ýmsum danshljómsveitum, meðal annars hljómsveit Svavars Gests.

Árni flutti síðar austur í Egilsstaði og kenndi tónlist þar frá 1977-1999 að hann flutti aftur til Reykjavíkur.

Þekktastur er Árni fyrir að hafa komið Jazzhátíð Egilsstaða á laggirnar árið 1988 og stjórnað henni í nær tvo áratugi. Þótt hann væri hættur að stjórna hátíðinni hélt hann áfram að heimsækja hana og koma fram. Þannig lék hann nokkur lög með fyrstu böndunum á svið á hátíðinni árið 2014.

Árni á Jazzhátíð 2014. Mynd: Ásbjörn Eðvaldsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar