Alþjóðlegi Downs dagurinn haldinn hátíðlegur í Seyðisfjarðarskóla

downs_sfk1_web.jpg
Haldið var upp á alþjóðlega Downs-heilkennisdaginn í Seyðisfjarðarskóla í gær. Ástæðan fyrir þessari dagsetningu er sú að fólk með Downs-heilkenni hefur þrjá litninga á 21. litningapari.

Nemendur 7. og 8. bekkjar unnu upplýsingabækling sem liggur frammi á nokkrum stöðum í bænum og kynntu Downs-heilkenni fyrir öðrum nemendum skólans og fólki á förnum vegi.

downs_sfk2_web.jpg
Yfirskrift alþjóðlega Downs-heilkennisdagsins í ár var „I want to learn“ eða „Ég vil læra“. Búið er að birta myndband af þessu tilefni sem sýnir nemendur með Downs-heilkenni frá 68 löndum við nám og horfðu allir nemendur skólans á það. 


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.