Dass af djass á Austurlandi um helgina

skúli  óskar 2Skúli Sverrisson bassaleikari og Óskar Guðjónsson saxófónleikari munu halda tónleika á Austurlandi næstkomandi laugardag og sunnudag. Þeir félagar eru í hópi fremstu djasstónlistarmanna þjóðarinnar.

Tónleikarnir eru hluti af hringferð þeirra um landið og munu þeir spila tvo tónleika á laugardag og tvo á sunnudag.

Samstarf Skúla og Óskars hefur staðið yfir í 15 ár og hafa þeir gefið út tvær plötur saman, Eftir þögn og The box tree, sem báðar unnu til íslensku tónlistaverðlaunanna sem plata ársins í flokki jasstónlistar.

Skúli hefur að mestu starfað í Bandaríkjunum undanfarin ár og unnið þar með mörgum þekktum listamönnun á borð við Allan Holdsworth, Laurie Anderson, David Sylvian og Blonde Redhead.

Óskar er einn af fremstu tónlistarmönnum landsins og tónlist hans hefur vakið athygli víða um heim. Hann hefur leikið með fjölda hljómsveita en helst má þar nefna ADHD og Mezzoforte.

Tónleikarnir verða um helgina í Reykjahlíðarkirkju við Mývatn kl. 14 og í Seyðisfjarðarkirkju kl. 20 laugardaginn 28. september. Sunnudaginn 29. september munu þeir leika í Norðfjarðarkirkju kl. 14 og í Hornafjarðarkirkju kl. 21.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.