Prufur fyrir Ísland Got Talent á Austurlandi

island got talent crewStöð 2, með Auðun Blöndal í broddi fylkingar, leitar að fólki á öllum aldri til að taka þátt í Ísland Got Talent. Stjórnendur þáttarins verða á ferð um Austurland í næstu viku til að leita að hugsanlegum keppendum.

Í tilkynningum frá framleiðendum segir að leitað sé að fjölbreyttum atriðum til þáttöku í keppninni.

„Söngur, dans, uppistand, hljóðfæraleikur, leiklist, íþróttir, áhættuatriði, töfrabrögð, sirkusatriði, gæludýragrín! Allt sem hefur skemmtanagildi!“

Leitað er að einstaklingum, pörum, litlum hópum og stórum og fólki á öllum aldri til þátttöku.

Verðlaun fyrir siguratriði þáttaraðarinnar verða tíu milljónir króna. Dómarar verða Bubbi Morthens, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Jón Jónsson og Þórunn Antonía Magnúsdóttir.

Áheyrnarprufur verða á eftirtöldum stöðum:
Höfn í Hornarfirði 1. október í Sindrabæ kl. 16.
Neskaupstað 2. október í Egilsbúð kl. 16.
Egilsstöðum 3. október í Sláturhúsinu kl. 16.

Skráning og nánari upplýsingar á stod2.is/talent

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.