Baksviðs á flugvellinum á opnum degi: Myndir

flugvollur 20ar opinn 0010 webOpið hús var á Egilsstaðaflugvelli og þeim aðilum sem þar starfa í dag í tilefni þess að 20 ár eru síðan núverandi flugbraut var tekin í notkun. Fjöldi fólks nýtti sér tækifærið til að skoða svæði á vellinum sem annars eru ekki opin almenningi.
„Vanalega sér fólk bara 2-3 menn frá Flugfélagi Íslands en hér er svo mikið fleira,“ segir Jörundur Ragnarsson, umdæmisstjóri ISAVIA. Hann áætlar að í á flugvellinum séu um þrjátíu ársverk, þar af átján hjá ISAVIA.


Egilsstaðaflugvöllur er einn fjögurra alþjóðlegra flugvalla á Íslandi og sá eini fyrir utan Keflavík sem opinn er allan sólarhringinn. „Völlurinn er mikill varaflugvöllur fyrir allt flug til og frá Íslandi sem og yfirflug. Aðflugið að vellinum svo gott því það hindrar það engin fjöll.“

Flugbraut var fyrst lögð á Egilsstaðanesi á árunum 1951-54. Það var malarbraut sem notuð var til ársins 1993. Þá var brautin færð vestar og valinn þannig staður að aðflug væri með hindrunarlaust.

Flugstöðin var upphaflega byggð á árunum 1963-1968 en endurbyggð og stækkuð í áföngum á árunum 1987-1999. Reglubundið áætlunarflug hefur verið milli Egilsstaða og Reykjavíkur allt frá árinu 1955.

„Þetta er alþjóðlegur flugvöllur sem yfirleitt er lokaður og enginn má fara neitt. Í tilefni dagsins fannst okkur rétt að opna hann þannig að fólk gæti gengið um og skoðað allt,“ segir Jörundur sem kveðst ekki vita til þess að slíkt hafi áður verið gert hérlendis.

Hann segir gesti hafa tekið hugmyndinni vel. „Mér heyrist fólk vera hrifið af því að sjá nýja fleti. Margir hafa farið upp í flugturn til að sjá yfir svæðið.“

Rúmlega 100 þúsund farþegar fara um Egilsstaðaflugvöll á hverju ári. Helst vantar samt fleiri farþega en tilraunir með reglubundið millilandaflug um völlinn hafa ekki gengið eftir. „Það eru tvö flug í október en það sem okkur vantar helst er meiri traffík.“

Auk ISAVIA og Flugfélagsins kynntu Brunavarnir Austurlands, Flugklúbbur Egilsstaða, Tækniþjónusta Austurlands, Tanni Travel og Bílaleiga Akureyrar starfsemi sína í dag.

Loftmynd: Nikulás Bragason

flugvollur 20ar opinn 0001 webflugvollur 20ar opinn 0005 webflugvollur 20ar opinn 0009 webflugvollur 20ar opinn 0011 webflugvollur 20ar opinn 0017 webflugvollur 20ar opinn 0018 webflugvollur 20ar opinn 0033 webflugvollur 20ar opinn 0037 webflugvollur 20ar opinn 0038 webflugvollur 20ar opinn 0041 webflugvollur 20ar opinn 0045 webflugvollur 20ar opinn 0048 webflugvollur 20ar opinn 0051 webflugvollur 20ar opinn 0053 webflugvollur 20ar opinn 0069 web nbflugvollur 20ar opinn 0066 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.