Litla ljóðahátíðin í Norðausturríki: Minna lítil en nokkru sinni fyrr

LitlaLjodahatidinLitla ljóðahátíðin sem siglt hefur undir merkjum Eyjafjarðar síðustu fjögur ár hefur nú tekið á sig rögg og breiðir boðskapinn út um landið. Hátíðin í ár fer fram á sama tíma á Egilsstöðum og Akureyri og er orðið að stærðarinnar samvinnuverkefni austan- og norðanmanna. Hátíðin, sem hingað til hefur eingöngu verið haldin á Akureyri, fer nú í fyrsta skipti fram á Héraði. 

Á hátíðinni í ár koma meðal annarra fram skáldin Sigurbjörg Þrastardóttir, Sjón, Einar Már Guðmundsson, Ingunn Snædal, Sigurður Ingólfsson, Kristín Laufey Jónsdóttir og Gréta Kristín Ómarsdóttir.

Hátíðin hefst á ljóðagöngu í Hallormsstaðarskógi fimmtudaginn 19. september kl. 20 þar sem boðið verður upp á hefðbundna ljóðadagskrá og ketilkaffi fyrir gesti og umfram allt gangandi.

Föstudagskvöldið 20. september verður svo upplestur í Sláturhúsinu á Egilsstöðum kl. 20 þar sem fram koma Sigurbjörg Þrastardóttir, Sjón, Einar Már Guðmundsson, Ingunn Snædal og Kristín Laufey Jónsdóttir. Um daginn mun Einar Már einnig lesa úr skáldverkum sínum á Icelandairhótel Héraði kl. 17:00

Daginn eftir fer hersingin til Akureyrar með viðkomu á Biskupshálsi á Fjöllum þar sem fer fram sérstakur ljóðagjörningur til minningar um Kristján Jónsson fjallaskáld. Hátíðinni verður síðan framhaldið á Akureyri.

Ljóðaunnendur á Norður- og Austurlandi eiga því von á góðu í ár. Enda er það ekki á hverjum degi sem Litl ljóða hámerin og Hási Kisi leiða saman hesta sín og bjóða til hátíðar.

Þessi árvissa ljóðahátíð er nú haldin í fimmta skipti en mörg af fremstu skáldum landsins hafa komið fram á hátíðinni undanfarin ár. Hátíðin býður sem endranær upp á upplestur fyrir áhugasama Eyfirðinga – og nú einnig Héraðsbúa - og ljóðakvöld sem sýna þverskurð af fjölbreyttum kveðskap samtímaskálda.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.