Tónlist fyrir alla á ferð um Austurland í vikunni

tonlist fyrir alla webTvö tónlistartvíeyki á vegum verkefnisins Tónlist fyrir alla heimsækja Austurland í vikunni og ferðast á milli grunnskóla svæðisins og halda þar tónleika.

Samtals verða haldnir 25 tónleikar í þessari viku. Fyrstu tónleikarnir hefjast á Egilsstöðum og í Fellabæ. Dúó Stemma með þeim Herdísi Önnu Jónsdóttur víóluleikara og Steef van Oosterhout slagverksleikara mun aka norðurfyrir og enda ferð sína á Akureyri en Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari keyra firðina einn af öðrum og enda að Hofgarði í Öræfasveit í vikulok.

Tónlist fyrir alla leitast við að bjóða upp á vandaða skólatónleika fyrir börn þar sem skemmtun og menntun haldast í hendur.Boðið er upp á fjölbreytta tónlist í hæsta gæðaflokki í flutningi atvinnutónlistarfólks. Upplifun barnanna af tónleikunum er lykilatriði og áhersla er lögð á að hún verði sem allra best.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.