Skip to main content

700IS Hreindýraland að rúlla í gang

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 17. mar 2009 11:39Uppfært 08. jan 2016 19:19

Nú fer að líða að opnun alþjóðlegu kvikmynda- og myndbandahátíðarinnar 700IS Hreindýralands 2009. Hátíðin verður nú haldin nú í fjórða sinn.  Í þessari viku munu listamenn og sýningarstjórar sem taka þátt í hátíðinni í ár koma til Egilsstaða, þar sem settar verða upp sjö innsetningar með myndbandsverkum og önnur með hljóðverkum. 

rotblau3.jpg

Átta listamenn taka þátt í ár ásamt fjórum gestasýningarstjórum og sýnd verða um fimmtíu verk. Listamennirnir gista á Eiðum og vinna í Sláturhúsinu á Egilsstöðum, sem hefur verið breytt í menningarsetur í hjarta bæjarins.

  

 700IS hefur síðustu ár byggt um skemmtilegt samstarf við svipaðar hátíðir út um allan heim. Í ár eru hátíðir frá Spáni, Englandi, Þýskalandi og Svíþjóð sem heimsækja Hreindýraland (sýningarstaðirnir eru Eiðar, Skriðuklaustur, Skaftfell og Þekkingarnet Austurlands) og býst 700IS við að sýna á þeirra hátíðum seinna á þessu ári.

  

700IS Hreindýraland er haldin í samstarfi við Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs, sjá nánar á www.700.is.

   

Mynd/ Úr verki Jóhönnu Reich.