Skáldin á skjánum

Skáldin á skjánum

Tíu austfirsk skáld taka þátt í ljóðaviðburðinum Skáldin á skjánum í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Í vélasal hússins hefur verið stillt upp fjórum skjám þar sem gestir og gangandi geta hlustað og horft á upplestur skáldanna.

Viðburðurinn opnaði síðastliðið mánudagskvöld og stendur fram á fimmtudag. Það er ljóðaklúbburinn Hási kisi sem stendur fyrir gjörningnum í samstarfi við nokkur önnur skáld frá Fljótsdalshéraði og Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs í tilefni Daga myrkurs.

Alls taka 10 skáld þátt í sýningunni sem samanstendur af myndböndum sem skáldin tóku af sjálfum sér við að lesa eigin efni, ýmist heima hjá sér eða annars staðar. 

Skáldin eru:

  • Arnar Sigbjörnsson
  • Hrafnkell Lárusson
  • Ingunn Snædal
  • Kristján Ketill Stefánsson
  • Lubbi Klettaskáld
  • Sigurður Ingólfsson
  • Stefán Bogi Sveinsson
  • Steinunn Friðriksdóttir
  • Sveinn Snorri Sveinsson
  • Urður Snædal

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.