Telja ótímabært að samþykkja strax nýtt brúarstæði á Lagarfljóti inn á skipulag

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings felldi nýverið tillögu fulltrúa Miðflokksins um nýja staðsetningu Lagarfljótsbrúar. Bæjarfulltrúi flokksins spyr hver eigi að ráða ferðinni í staðarvalinu, sveitarfélagið með skipulagsvaldið eða Vegagerðin. Fulltrúar meirihlutans segja að bera þurfi saman nokkra kosti áður en veglínur verði settar á skipulag því ónotaðar línur geti valdið vandræðum.

Lesa meira

Valdimar O. ráðinn sveitarstjóri á Vopnafirði

Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkti á fundi sínum í gær að ráða Valdimar O. Hermannsson sem sveitarstjóra út kjörtímabilið. Valdimar hefur starfað sem verkefnastjóri hjá sveitarfélaginu síðan í byrjun apríl.

Lesa meira

Einni bestu kolmunnavertíð sögunnar lokið

Skip Eskju veiddu yfir 21.000 tonn á nýafstaðinni kolmunnavertíð, sem er ein sú besta sem sögur fara af. Tvö skipa félagsins eru nú Færeyjum í slipp en rólegt verður hjá fyrirtækinu þar til makrílveiðar hefjast í júlí.

Lesa meira

Gjaldtaka hefst líklega í Hafnarhólmann næsta sumar

Heimastjórn Borgarfjarðar eystri vill hverfa frá því að hafa aðgangseyri að Hafnarhólma valkvæðan fyrir gesti eins og nú er. Sýnt þykir að með þeim hætti megi afla mun meiri fjármuna. Það fjármagn yrði að stóru leyti hægt að nýta til að vernda og gæta hólmans en ekki síður bæta upplifun gesta enn frekar.

Lesa meira

Púsluspil hvern dag að reka kjörbúð á Vopnafirði

Í sumar verða fjögur ár liðin frá því að nýir eigendur, Fanney Hauksdóttir og Eyjólfur Sigurðsson, tóku við rekstri kjörbúðarinnar Kauptúns á Vopnafirði .Fyrri eigendur höfðu ákveðið að hætta eftir 30 ára starfsemi og fram á síðustu stundu var ekki útlit fyrir að neinn tæki við.

Lesa meira

Grettir sterki lagður af með Jón Kjartansson - Myndir

Dráttarbáturinn Grettir sterki lagði um kvöldmat í gær af stað með fjölveiðiskipið Jón Kjartansson frá Eskifirði í togi. Ferðinni er heitið til Esbjerg í Danmörku þar sem skipið endar sína daga þar sem það verður rifið í brotajárn.

Lesa meira

Síðasta tækifærið að taka þátt í LungA

Í dag opnaðist fyrir skráningu á listahátíðina LungA á Seyðisfirði sem samanstendur sem endranær af fjölmörgum listasmiðjum auk tónleika og skemmtanahalds í lokin. Þetta verður í síðasta skipti sem hægt verður að taka þátt.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar