„Yndislegt að vinna skorpuvinnu á Borgarfirði“

„Ég er alveg viss um að allir fá innblástur af náttúrunni sem hér dvelja,“ segir Ásta Hlín Magnúsdóttir, en nú gefst öllum kostur á að leigja skrifstofuaðstöðu í Fjarðaborg í lengri eða skemmri tíma.



Þetta er dæmi um afrakstur vinnu starfshóps sem skipaður var að sveitarstjórn Borgarfjarðarhrepps í vor og er ætlað að stuðla að samfélagsþróun í sveitarfélaginu.

Hópurinn starfar út frá verkefninu „Að vera valkostur“ í tengslum við gerð sóknaráætlunar fyrir Borgarfjarðahrepp og miðar að því að gera Borgarfjarðarhrepp aðgengilegri og meira aðlaðandi stað til að flytja til og búa á.

Verkefnisstjórnina skipa Ásta Hlín Magnúsdóttir, Hallveig Karlsdóttir,Irina Boiko, Kristján Geir Þorsteinsson og Óttar Már Kárason.


Aðstaðan hugsuð fyrir fjölbreytta starfsemi

„Aðstaðan er á efri hæð félagsheimilisins Fjarðaborgar og um er að ræða skrifborð og stóla, aðgang að góðu interneti, fundaraðstöðu og kaffiaðstöðu. Hún er hugsuð fyrir fjölbreytta starfsemi í svo sem fjarnám, fjarvinnslu eða aðra skrifstofuvinnu og má nýta til lengri eða skemmri tíma og hefur verið nýtt af háskólanemum í fjarnámi og til margskonar fjarvinnslu ýmist sumarlangt eða skemur, þar að auki hefur eitt fyrirtæki í ferðaþjónustu skrifstofuaðstöðu í félagsheimilinu. Það er yndislegt að vinna skorpuvinnu á Borgarfirði, svo er líka mjög skemmtilegt fólk á skrifstofunni núna,“ segir Ásta Hlín.


Lóðir á Borgarfirði ókeypis

„Þetta er aðeins eitt dæmi um það sem við höfum unnið að, en við höfum lagt áherslu á að koma á framfæri við umheiminn er að hér er öll þjónusta skóla og leikskóla gjaldfrjáls. Einnig, hafi fólk áhuga á að byggja hús er lóðir ókeypis,“ segir Ásta Hlín.

Allar nánari upplýsingar er að finna hjá Jóni Þórðarsyni sveitarstjóra Borgarfjarðarhrepps í 472-9999.

 

Skrifstofuaðstaða í Fjarðaborg

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.