Yfir tuttugu umsækjendur í þrjár stöður hjá nýju sveitarfélagi

Rúmlega tuttugu manns sóttu um þrjár stjórnendastöður hjá nýju sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Djúpavogshrepps, sem auglýstar voru fyrr í sumar.

Búið er að ráða í störfin. Hugrún Hjálmarsdóttir verður framkvæmda- og umhverfisstjóri, Sigrún Hólm Þorleifsdóttir verkefnastjóri mannauðs og Gunnar Valur Steindórsson verkefnastjóri rafrænnar þróunar og þjónustu.

Í samtali við Austurfrétt sagði Björn Ingimarsson, formaður undirbúningsstjórnar um sameininguna, að ánægjulegt væri að sjá hversu margir hæfir umsækjendur hefðu sýnt störfunum áhuga.

Umsækjendur um stöðu framkvæmda- og umhverfisstjóra
Einar Ólafsson, verkefnastjóri
Guðmundur Björnsson Hafþórsson, bílasali
Hugrún Hjálmarsdóttir, byggingarverkfræðingur
Kjartan Róbertsson, yfirmaður eignasjóðs
Konstantinos Pragkastis, vaktstjóri
Leo Sigurðsson, umhverfis- og öryggisstjóri
Páll Breiðfjörð Pálsson, framkvæmdastjóri
Þorsteinn Baldvin Ragnarsson, ferkefnastjóri

Umsækjendur um stöðu verkefnastjóra mannauðs
Eyrún Inga Gunnarsdóttir, þjónustufulltrúi
Jóhann Björn Sigurgeirsson, framleiðslustarfsmaður
Nína Heiðrún Óskarsdóttir, launafulltrúi
Sigrún Hólm Þórleifsdóttir, fjármálastjóri

Umsækjendur um stöðu verkefnastjóra rafrænnar þróunar og þjónustu
Ásgrímur Sigurðsson, new media specialist
Bjarni Þór Haraldsson, sérfræðingur á upplýsingatæknisviði
Eyrún Viktorsdóttir, verkefnastjóri viðskiptaþróunar
Gunnar Valur Steindórsson, vörustjóri/verkefnastjóri
Haraldur Reinhardsson, vaktstjóri
Haukur Sveinsson, vörustjóri
Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, vefstjóri
Logi Helgu, agile coach
Steinunn Sigurðardóttir, þjónusturáðgjafi
Þórhildur Katrín Stefánsdóttir, lögmaður

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.