Yfir sextíu tillögur um nafn á nýja sveitarfélagið

Alls bárust 62 mismunandi hugmyndir að hugmynd á nýtt sameinað sveitarfélag Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Frestur til að skila inn tillögum rann út á föstudag.

Þegar er ljóst að sum nöfn hljóta meiri vinsælda en önnur því alls bárust 112 tillögur um nafn.

Nafnanefnd, skipuð fulltrúum úr öllum gömlu hreppanna auk ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs, fundaði í gær til að fara yfir tillögurnar. Nefndin á að funda aftur á föstudag og ákveða hvaða tillögur fara til umsagnar hjá Örnafnanefnd.

Örnafnanefnd hefur allt að þrjár vikur til umsagnar. Hún á meðal annars að tryggja að nafnið sé í samræmi við staðhætti, örnefnahefð og íslenska málfræði. Þannig er gefinn gaumur að því að eftirliðurinn gefi til kynna að um stjórnsýslueiningu sé að ræða. Þannig á hreppur við um dreifbýlissveitarfélög, byggð þar sem er allnokkurt dreifbýli eða nokkur þéttbýli og bær þar sem byggðin sé að mestu einn þéttbýlisstaður.

Nefndin byggir vinnu sína á að að nöfn landssvæða eða byggðarlaga, sem fyrir eru innan sveitarfélagsins eða nágrennis, þurfi hvorki að breytast né leggjast af með nýju sveitarfélagi og að nýtt heiti útiloki ekki, þrengi eða raski merkingu eða notkun rótgróinna heita sem tengjast svæðum eða byggðarlögum innan sveitarfélags, nágrannasveitarfélags eða héraðs.

Að fenginni umsögn Örnefnanefndar fundar nafnanefnd sveitarfélagsins og leggur til við undirbúningsstjórn sameiningarinnar hvaða nöfn verða lögð fyrir kjósendur í atkvæðagreiðslu, samhliða kosningum til sveitarstjórnar 18. apríl.

Kosningin verður þó ekki bindandi heldur ákveður ný sveitarstjórn heitið.

Þetta eru nöfnin sem bárust:

1. Álfabyggð
2. Arðbær
3. Austan Kreppu
4. Austri
5. Austur-kaupstaðarþing
6. Austurbær
7. Austurbyggð
8. Austurhérað
9. Austurland
10. Austurríki
11. Austurþing
12. Austurþinghá
13. Blikabyggð
14. Búlandsbær
15. Búlandsbyggð
16. Búlandshérað
17. Drekabæli
18. Drekabyggð
19. Drekaland
20. Dyrfjallabyggð
21. Egilsfjarðabyggð
22. Egilsstaðahreppur
23. Eystribyggð
24. Eystraþing
25. Eystriþinghá
26. Fagrabyggð
27. Fjarðarsel
28. Fljóseydjúpborg
29. Fljótabyggð
30. Fljótsfjarðarhreppur
31. Frábær
32. Grautarbyggð
33. Héraðsbyggð
34. Hreppur rísandi sólar (eða Hreppur hinnar rísandi sólar)
35. Lagarbyggð
36. Lagarfljótsfjarðarþing
37. Lagarfljótshreppur
38. Múlaborg
39. Múlabyggð
40. Múlabyggðir
41. Múlahreppur
42. Múlaþing
43. Múlaþinghá
44. Mýlingaþinghá
45. Sambyggð
46. Sameinuðu austfirsku furstadæmin
47. Skógargerði
48. Stóraþinghá
49. Sveitarfélagið Austri
50. Sveitarfélagið Austur
51. Sveitarfélagið Austurland
52. Sveitarfélagið Austurvegur
53. Sveitarfélagið Brú
54. Sveitarfélagið Búland
55. Sveitarfélagið Fljótsdalshérað
56. Sveitarfélagið Glettingur
57. Sveitarfélagið Héraðsfirðir
58. Sveitarfélagið Lagarþing
59. Sveitarfélagið Múlaþing
60. Sveitarfélagið Seiðandi
61. Sveitarfélagið Tindar
62. Vættabyggð

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.