Yfir 20 stiga hiti á Borgarfirði í nótt

Eftir kalt sumar njóta Austfirðingar nú síðbúinnar hausthitabylgju og hefur hitastigið víða um fjórðunginn mælst hátt í 20 stig síðasta sólarhringinn.

Hæsti hiti sem mælst hefur á landinu undanfarinn sólarhring voru 21,2°C á Borgarfirði eystra um klukkan eitt í nótt. Samkvæmt tölum frá Veðurstofu Íslands var hitinn þar um og yfir 20 gráður á milli klukkan níu í gærkvöldi þar til á öðrum tímanum í nótt.

Í Neskaupstað fór hitinn í 18,6 gráður og 18,9 á Seyðisfirði. Þar var hitinn kominn í 17,7 gráður fyrir klukkan átta í morgun.

Veðurstofan spáir suðvestlægri átt í dag og áfram suðlægum áttum fram yfir helgi með hita allt að 20 stigum um austan og norðanvert landið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.