Vopnafjörður: Opinn fundur um atvinnumál eftir Rússabann

Boðað hefur verið til opins fundar í félagsheimilinu Miklagarði í kvöld klukkan 20:00 undir formerkjum atvinnumála á Vopnafirði – staða og horfur.


Í tilkynningu segir að frumkvæðið að fundinum komi frá Vilhjálmi Vilhjálmssyni, forstjóra HB Granda að höfðu samráði við sveitarfélagið og fleiri sem að fundinum koma.

Ástæða fundarins er einkum innflutningsbann Rússa á íslenskar sjávarafurðir sem óttast er að hafi alvarleg áhrif á Vopnafirði sem á meira undir uppsjávarveiðum en mörg önnur sveitarfélög.

Dagskrá fundarins er sem hér segir:

1. Stefán Grímur Rafnsson, oddviti, setur fundinn.
2. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda hf.: Viðbrögð HB Granda við viðskiptabanni og loðnubresti.
3. Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar: Viðhorf Byggðastofnunar og möguleg næstu skref.
4. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra: Sjónarhorn stjórnvalda.
5. Ólafur K. Ármannsson, formaður atvinnu- og ferðamálanefndar, stýrir pallborðsumræðum.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.