Viðrar vel til flugeldaskota

neistaflug_flugeldar.jpgVeðurfræðingar spá því að vel muni viðra til flugeldaskota á Austfjörðum. Þótt hvasst verði fyrri partinn á morgun eigi að lægja með kvöldinu og vera léttskýjað yfir stærstum hluta landsfjórðungsins.

 

„Áramótaveðrið á Austfjörðum verður líklega mjög gott til flugeldaskota,“ segir Katrín Hermannsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við Agl.is.

Hún segir að gert sé ráð fyrir norðan og norðvestanáttum eystra á gamlárskvöld. „Það verða líklega 8-13 m/s fyrri part kvöldsins og mun hvassari vindhviður (upp í 20-25 m/s) á sunnanverðum Austfjörðum,  en undir og um miðnætti verður farið að draga verulega úr vindi á öllu svæðinu.

Það verður léttskýjað eða heiðskírt á Austfjörðum, en skýjað með köflum á Austurlandi að Glettingi og þar gætu komið stöku él fram eftir kvöldi. Frost 2 til 10 stig og kaldara eftir því sem líður á kvöldið.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.