Vilja næga fjármuni til að ljúka rannsóknum

Bæjarstjórn Seyðisfjarðar skorar á Alþingi og ríkisstjórn að nú þegar verði skilgreindir nægir fjármunir til að ljúka rannsóknaráætlun vegna Fjarðarheiðaganga í samræmi við samgönguáætlun 2015-2018.


Þetta kemur fram í ályktun bæjarstjórnar sem samþykkt var á síðasta fundi hennar.

Framlög til vegamála í fjárlögum ársins 2017 voru mun minni en gert var ráð fyrir í samgönguáætlun og með hliðsjón af óvissu um framhald verkefnisins vegna óskilgreindra fjárheimilda í fjárlögum telur bæjarstjórnin brýnt að tryggt verði að vinna við þetta mikilvæga samgönguverkefni verði ekki rofin.

Minnt er á að í nefndaráliti meirihluta Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis við samgönguáætlun síðan í haust hafi verið gert ráð fyrir að ljúka rannsóknum vegna Seyðisfjarðarganga og hefja framkvæmdir við þau samhliða gerð Dýrafjarðarganga.

Búið er að bjóða það verk út og á það að hefjast eftir að gerð Norðfjarðargagna lýkur í haust.

Bæjarstjórnin minnir ennfremur á víðtækan stuðning sem Fjarðarheiðargöng hafi hlotið úr öllum landshlutum.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.