Víðtækar þungatakmarkanir í vætutíð

Segja má að þungatakmarkanir hafi verið sett á alla helstu vegi á Austurlandi nema Fagradal, hringveginn úr norðri og Vopnafjarðarheiði í hádeginu í dag. Þær gætu haft þó nokkur áhrif á flutninga um svæðið.


Takmarkanir um 10 tonna öxulþunga tóku gildi klukkan eitt í dag vegna hætta á slitlagsskemmdum en mikil væta er á svæðinu, bæði hefur rignt síðustu daga en einnig hlýindi og vindur.

Björn Ármann Ólafsson, rekstrarstjóri Samskipa á Austurlandi, segir takmarkanirnar geta haft þó nokkur áhrif á rekstur fyrirtækisins.

„Við getum til dæmis ekki flutt 20 feta gáma með afurðum. Það er ekki hægt að fulllesta þá sem þýðir að ekki er hægt að útbúa þá til útflutnings á brottfararstað. Þar með tvöfaldast kostnaður á fluttum gámum sem bitnar á okkur á útflutningsaðilum.“

Áhrifin gætu einnig komið fram í vöruflutningum fyrir neysluvöru íbúa á svæðinu. „Við getum ekki fulllestað bíla sem fara úr Reykjavík og þurfa yfir vegi með takmörkunum. Það gæti kostað okkur að bæta inn bíl á leiðina þegar verst lætur.

Drykkjarvara er til dæmis þung, hvert bretti á annað tonn. Við flytjum líka grófvöru fyrir byggingavöruverslanir og verktaka sem er þung.“

Ekki er ljóst hve lengi þungatakmarkanirnar munu standa.

Austfirskir vegir með þungatakmörkunum

Hróarstunguvegur (925)
Upphéraðsvegur (931)
Seyðisfjarðarvegur (93)
Borgarfjarðarvegur (94)
Norðfjarðarvegur (92) frá Eskifirði að Neskaupsstað.
Vattarnesvegur (955)
Hringvegur frá Egilsstöðum að Breiðdalsvík
Suðurfjarðavegur frá Vattarnesvegi í botni Fáskrúðsfjarðar að Hringvegi við Breiðdalsvík.
Hringvegur frá Suðurfjarðavegi við Breiðdalsvík suður um að Hornafirði.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.