Viðlagatrygging óskar eftir tilkynningum um tjón vegna flóðanna

Viðlagatrygging Íslands hefur óskað eftir því að þeir sem telja sig hafa orðið fyrir tjóna af völdum flóðanna á Austurlandi síðustu daga tilkynni það sem fyrst.

Viðlagatrygging vátryggir gegn tjóni af völdum náttúruhamfara og falla flóðin á Austfjörðum síðustu daga undir þá skilgreiningu.

Allar brunatryggðar fasteignir og lausafé njóta vátryggingarverndar Viðlagatryggingar. Að auki njóta vátryggð mannvirki í eigu opinberra aðila sem tilgreind eru í lögum um Viðlagatryggingu vátryggingaverndar.

Ljóst er að í flóðum og skriðuföllum eystra hefur orðið tjón á búfénaði og ræktarlandi. Ræktarlandið en ekki tryggt en þeir sem hafa sérstaka landbúnaðartryggingu geta fengið bætur fyrir búfénað sinn. Hjá Viðlagatryggingu fengust þær upplýsingar í dag að hvert og eitt tilvik yrði að meta fyrir sig.

Starfsmaður Viðlagatryggingar fór í dag að skoða tjón á brúnni yfir Steinavötn. Fulltrúar hafa ekki enn komið á Austurland en verið í samskiptum við sveitarfélög og fleiri aðila vegna flóðanna.

Tilkynna má tjón eða leita upplýsinga í gegnum vef Viðlagatryggingar, netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 575-3300.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.