Vélin frá Vopnafirði lenti á öðrum hreyfli

Áætlunarflugvél Norlandair frá Vopnafirði og Þórshöfn lenti heilu og höldnu á Akureyrarflugvelli í hádeginu eftir að hafa misst afl á öðrum hreyfli sínum.

Tilkynning barst Neyðarlínu klukkan 11:47 um að flugvél frá Nordlandair væri í vandræðum þar sem hún hefði misst afl af öðrum hreyflinum. Sjö manns voru um borð.

Til greina kom að láta hana lenda á Húsavík en að nánar athuguðu máli var ákveðið að láta hana halda áfram til Akureyrar. Þar lentu hún heilu og höldnu klukkan 12:14, samkvæmt heimasíðu Isavia. Töluverður viðbúnaður var á flugvellinum.

Norlandair flýgur fimm daga í viku frá Akureyri til Vopnafjarðar og þaðan áfram til Þórshafnar áður en haldið er aftur til Akureyrar. Samkvæmt upplýsingum úr kerfi Isavia fór vélin frá Vopnafirði klukkan 10:15 en frá Þórshöfn klukkan 10:50, lítillega á eftir áætlun. Samkvæmt áætlun hefði hún átt að lenda á Akureyri klukkan 11:30.

Hjá Norlandair fengust þær upplýsingar að tilkynningar væri að vænta vegna atviksins.

Mynd: N4/Hjalti Stefánsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.