Vegir almennt greiðfærir á Austurlandi

Þrátt fyrir gula veðurviðvörun á Austurlandi að Glettingi og á Austfjörðum eru vegir almennt greiðfærir í þessum landshlutum. Ekki er vitað um nein óhöpp í gærkvöldi og nótt.

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur snjóað í fjöll og snjóþekja getur verið á fjallvegum. Myndin sem fylgir hér með er tekin úr vefmyndavél Vegargerðarinnar á Vopnafjarðarheiði skömmu fyrir klukkan 8 í morgun.

Þótt vegir séu greiðfærir er ástæða til að vara ökumenn á stórum ökutækjum eða með aftanívagna að keyra um sunnanverða Austfirði nú fyrir hádegið því vindstyrkur í hviðum á þeim slóðum getur slegið í 30-35 m/s.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.