Vegagerðin auglýsir drög að matsáætlun

Vegagerðin hefur auglýst drög að tillögu að matsáætlun á Austurleið (F923) um Hrafnkelsdal.  Vegurinn er kallaður í daglegu tali Snæfellsleið og liggur frá Aðalbóli í Hrafnkelsdal inn að Snæfelli. 

adalbol.jpgVegagerðin hefur auglýst drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Austurleið, fjallvegi 923, í Hrafnkelsdal á Fljótsdalshéraði.

Fyrirhugað er að byggja 9,7 km langan nýjan veg frá Kárahnjúkavegi á Tungu, um Aðgöng 3 Kárahnjúkavirkjunar á Tungusporði í Glúmsstaðadal, niður að Aðalbóli í Hrafnkelsdal. Nýlagning er um 6,5 kílómetrar að lengd en vegurinn fylgir núverandi Snæfellsleið á rúmlega 3 kílómetra kafla, frá Aðalbóli inn að Laugarhúsum þar sem vegurinn beygir upp úr Hrafnkelsdalnum, upp á Ytra Kálfafell.

Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að markmið framkvæmdarinnar er að skapa góða aðkomu að Vatnajökulsþjóðgarði úr Jökuldal og að tengja betur Jökuldal og Vesturöræfi.

Drög að tillögu að matsáætlun eru kynnt á vefnum, samkvæmt reglugerð, númer 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum.

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.