Vegagerðin auglýsir drög að matsáætlun

Vegagerðin hefur auglýst drög að tillögu að matsáætlun á Austurleið (F923) um Hrafnkelsdal.  Vegurinn er kallaður í daglegu tali Snæfellsleið og liggur frá Aðalbóli í Hrafnkelsdal inn að Snæfelli. 

adalbol.jpgVegagerðin hefur auglýst drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Austurleið, fjallvegi 923, í Hrafnkelsdal á Fljótsdalshéraði.

Fyrirhugað er að byggja 9,7 km langan nýjan veg frá Kárahnjúkavegi á Tungu, um Aðgöng 3 Kárahnjúkavirkjunar á Tungusporði í Glúmsstaðadal, niður að Aðalbóli í Hrafnkelsdal. Nýlagning er um 6,5 kílómetrar að lengd en vegurinn fylgir núverandi Snæfellsleið á rúmlega 3 kílómetra kafla, frá Aðalbóli inn að Laugarhúsum þar sem vegurinn beygir upp úr Hrafnkelsdalnum, upp á Ytra Kálfafell.

Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að markmið framkvæmdarinnar er að skapa góða aðkomu að Vatnajökulsþjóðgarði úr Jökuldal og að tengja betur Jökuldal og Vesturöræfi.

Drög að tillögu að matsáætlun eru kynnt á vefnum, samkvæmt reglugerð, númer 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum.

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar