Varað við stormi fram yfir hádegi

Gul viðvörun er í gildi vegna hvassviðris á Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum fram yfir hádegi í dag.

Viðvörunin fyrir Austfirði var ekki gefin út fyrr en gærkvöldi en hin í gærdag. Samkvæmt viðvöruninni fyrir Austfirði var spáð norðvestan 18-25 m/s og líkur á vindhviðum allt að 40 m/s.

Fólki var því bent á að tryggja lausamuni og varað við ferðum. Inn til landsins var spáin verst fyrir nótina.

Viðvaranirnar eru í gildi fram til klukkan 13 í dag. Samkvæmt spá Veðurstofunnar má þó búast við hvassviðri á Austfjörðum fram undir kaffi.

Mestur vindhraði á þessum sólarhring á landinu var annars vegar í Bjarnarey, hins vegar Vatnsskarði eystra, rúmir 30 m/s á hvorum stað.

Helstu fjallvegir á Austurlandi eru opnir þótt þeir séu hálir, nema Hellisheiði sem er ófær. Skafrenningur er á Möðrudalsöræfum og snjóþekja á Mjóafjarðarheiði. Varað er við hreindýrahjörðum í Álftafirði og Hamarsfirði.

Norðfjarðargöng eru nú opin fyrir umferð allan sólarhringinn á ný. Umferðarstýring er enn inni í göngunum á meðan unnið er að lokafrágangi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.