Varað við hljóðmengun frá vinnu við nýja bryggju

Á Eskifirði stendur nú yfir vinna við að reka niður staura fyrir nýja bryggju við frystihús Eskju. Meðan á framkvæmdum stendur getur orðið einhver hljóðmengun frá vinnusvæðinu.

Þetta kemur fram á vefsíðu Fjarðabyggðar. Þar segir að vinnan standi yfir á virkum dögum milli kl. 07:00 – 21:00 og um helgar frá kl. 10:00 – 19:00.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið 11. febrúar. Eins er bent á að öll óviðkomandi umferð um vinnusvæðið er óheimil. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Mynd: Fjarðabyggð.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.