Varað við hálku á Fjarðarheiði

Vegagerðin varar við mögulegri hálku á Fjarðarheiði í fyrramálið og snjókomu á Möðrudalsöræfum í kvöld. Fyrsta kuldakast vetrarins er í kortunum.

Spáð er nokkru norðanhreti og snjókomu til fjalla frá því seint í kvöld og fram á morgundaginn.

Varað er við snjó í Víkurskarði og á hringveginum um Mývatnsheiði austur um á Möðrudalsöræfi. Eins er vissara að hafa varann á á Fjarðarheiði í fyrramálið.

Ferðalög suðurleiðina verða hins vegar raunhæfa á ný þar sem gert er ráð fyrir að opna bráðabirgðabrú á Steinavötnum á hádegi á morgun.

Gamla brúin skemmdist í vatnavöxtum í síðustu viku og er aðeins opin fyrir umferð gangandi. Skipulagðar ferðir eru á milli Hala og Hrollaugsstaða milli kl. 08:00 til 20:00. Farið er frá Hala á heila tímanum og á hálfa tímanum frá Hrollaugsstöðum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.