Vara við töfum á Lagarfossvegi í dag

Búast má við töfum á Lagarfossvegi í dag þegar sementsflutningabíll, sem fór þar út af í gærkvöldi við vegamótin að Borgarfjarðarvegi við bæinn Móberg, verður hífður upp á veginn. Betur fór en óttast var í fyrstu þegar bíll valt í Heiðarenda í morgun.

Verið er að undirbúa aðgerðina og því er ekki enn ljóst hvenær veginum verði lokað en búist er við að það verði um miðjan dag. Reynt verður að leiðbeina fólki og merkja svæðið eftir sem kostur er. Vegna framkvæmda á Eiðavegi hefur vegfarendum verið beint um Hróarstungu og Lagarfossveg.

Ökumaður vörubílsins slapp með minniháttar meiðsli. Slysið varð þeim hætti að vegkantur gaf sig undan flutningabílnum þegar hann vék til að mæta öðrum bíl.

Þá fór bíll með fjórum innanborðs út af við bæinn Heiðarsel á Héraði í morgun. Tveir sjúkrabílar og tveir lögreglubílar fóru á svæðið í forgangsakstri. Viðbragðsaðilar eru enn á vettvangi en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er enginn alvarlega slasaður.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.