Vandræðagangur við heitavatnsboranir við Djúpavog

Boranir eftir heitu vatni við Djúpavog hafa staðið yfir nú í réttan mánuð og var borinn kominn eina 470 metra niður í jörð um liðna helgi þegar vandræða varð vart.

Vandræðin uppgötvuðust þegar mælastrengur var settur niður til að meta hitastigið á því dýpi en sá strengur komst ekki neðar en í 423 metra.

Eftirgrennslan leiddi í ljós að um 50 metrar af borstöngum, þyngingum og borkrónan sjálf höfðu brotnað frá og orðið eftir í holunni. Tækist ekki að ná brotunum upp yrði ekki lengra farið með umrædda borholu nema með sérstækum og tímafrekum aðgerðum.

Samkvæmt upplýsingum Austurfréttar hefur gengið vel að fiska brotin úr holunni en sérstök borholumyndavél var fengin og notuð til að menn gætu áttað sig á aðstæðum á þessu dýpi. Lokið hefur verið við að fiska brotin upp og eru menn nú að hreinsa hana og fara yfir allan búnað. Reiknað er með að borun hefist að nýju í næstu viku.

Borstrengurinn sem um ræðir en óljóst er á þessu stigi hvers vegna hann brotnaði með þessum hætti. Mynd HEF

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.