Útskrift Stóriðjuskóla Fjarðaáls

Þann 7. desember síðastliðinn útskrifuðust 22 starfsmenn frá Stóriðjuskóla Fjarðaáls. Að skólanum standa Alcoa Fjarðaál, Austurbrú og Verkmenntaskóli Austurlands.

 

Er þetta í þriðja sinn sem nemendur útskrifast úr framhaldsnámi Stóriðjuskólans, en skólinn hóf göngu sína haustið 2011. Útskriftin fór fram í mötuneyti fyrirtækisins, að loknum kynningum á lokaverkefnum nemenda.


Í framhaldsnáminu fást nemendur m.a. við viðhaldsmál, fræðast um umhverfis-, öryggis- og heilsumál og öðlast dýpri þekkingu á starfsemi alls fyrirtækisins. Í lok annar er unnið að lokaverkefnum sem nemendur kynna við útskrift og að þessu sinni voru þau af fjölbreyttum toga. Höfðu þau öll umbætur að leiðarljósi og er óhætt að segja að verkefnin hafi borið starfsfólki Fjarðaáls frábært vitni.

Nám við Stóriðjuskóla Fjarðaáls er hægt að fá metið til eininga á framhaldsskólastigi. Verkmenntaskóli Austurlands hefur samþykkt að meta grunnnámið til allt að 18 eininga og framhaldsnámið til allt að 20 eininga. Samtals er því hægt að fá metnar 38 einingar hjá VA.

Alls hafa 70 starfsmenn lokið fyrri hluta Stóriðjuskóla Fjarðaáls og 53 hafa lokið framhaldsnámi. Öllum þeim sem ljúka þriggja anna grunnnámi stendur til boða að halda áfram í framhaldsnámið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar