Tveir Austfirðingar í stjórn Bjartrar framtíðar

elvar_jonsson2.jpgTveir bæjarfulltrúar úr Fjarðabyggð eru meðal þeirra fjörutíu einstaklinga sem skipa stjórn hins nýja stjórnmálaflokks, Bjartrar framtíðar, sem stofnaður var formlega í dag.

 

Það eru fulltrúar Fjarðalistans, Elvar Jónsson og Stefán Már Guðmundsson sem eru fulltrúar Austfirðinga í stjórninni. Elvar er aðalmaður í bæjarstjórn en Stefán Már varabæjarfulltrúi og hafa verið það frá sveitarstjórnarkosningunum 2010.

Þetta kemur fram í frétt Eyjunnar um aðalfundinn. Í stjórninni eru áberandi fyrrum framamenn í Framsóknarflokknum og Besta flokknum í borgarstjórn Reykjavíkur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.