Tvö hundruð tonnum meira um borð en gefið var upp

manon_lodnudallur_esk_jan13_web.jpg
Um tvö hundruð tonnum meira reyndist vera um borð í norska loðnuveiðiskipinu Manon, sem færst var til hafnar á Eskifirði í gærmorgun, en tilkynnt hafði verið um. Lokið var við löndum úr skipinu í gærkvöldi og málið nú í höndum Landhelgisgæslunnar og lögreglunnar á Eskifirði.

Nánar er greint frá málinu í Austurglugganum sem kemur út á morgun. Skipið hafði verið á veiðum í íslenskri lögsögu þegar grunur vaknaði um að aflinn væri meiri en gefinn væri upp. Það fór, eftir fyrirmælum, út úr íslenskri lögsögu þar sem eftirlits úr varðskipinu Tý, fóru um borð. 

Mælingar þeirra bentu til þess að grunsemdirnar væru á rökum reistar. Þá var ákveðið að stefna skipinu inn til næstu hafnar. Það kom, ásamt Tý, til Eskifjarðar á áttunda tímanum í gærmorgun.

Blaðið greinir frá því að þegar lokið hafi verið við að vigta aflann frá Manon seint í gærkvöldi hafi hann reynst vera tæp 800 tonn en tilkynnt hafði verið um 600 tonn.

Lögreglan á Eskifirði og Landhelgisgæslan rannsaka brotið. Ekkert hefur verið ákveðið um refsingu en viðurlög við brotum sem þessu eru sektir, upptaka veiðarfæra og afla.

Manon lét úr höfn í gærkvöldi þegar löndun var lokið en aflinn verður unnin á Eskifirði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.