Tuttugu stiga hiti í dag

Austfirðingar eiga gott í vændum því veðurspár gera ráð fyrir 20 stiga hita í fjórðungnum í dag og á morgun.


Hlýindin eru þegar komin því tæplega 19 stiga hiti mældist á Seyðisfirði, Borgarfirði og Norðfirði klukkan níu í morgun.

Veðurspár gera ráð fyrir hægri sunnan átt eða breytilegri átt í dag og á morgun og bjartviðri með 10-20 stiga hita næstu daga. Áfram er útlit fyrir að fremur hlýtt verði í veðri fram yfir helgi.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.