Tóku málin í sínar hendur austur í rassgati

Pönk og rokktónleikahátíðin Orientu Im Culus eða Austur í Rassgati verður haldin í annað sinn í Egilsbúð þann 19. október 2019. Dagskráin í ár er ekki af verri endanum og tónleikahaldarar lofa miklu stuði og pönki.

 

Hópurinn sem stendur að þessari hátíð er hljómsveitin DDT Skordýraeitur. Þetta er í annað sinn sem tónleikahátíðin er haldin. „Þetta byrjaði þannig að okkur langaði að spila en enginn vildi að bóka okkur,“ segir Þorvarður Sigurbjörnsson hlæjandi. Hann einn meðlimur hljómsveitarinnar.

Félagi hans í hljómsveitinni Arnar Guðmundsson hlær með honum en bætir við í alvarlegri tón að þá hafi þeir ákveðið þá að taka málin í sínar hendur. „Við stofnuðum þá bara okkar eigið fyrir tæki eða félagasamtök sem hefur það að markmiði að standa að pönk- og rokktónleikum á Austurlandi,“ segir Arnar.

Félagið heitir DDT Pönkviðburðir og hefur meðal annars verið að halda úti tónleikaröðinni V5 á sumrin en það er tónleikar sem haldnir eru reglulega yfir sumartímann í bílskúrnum heima hjá Arnari og fjölskyldu hans. Þar fá þeir tónlistarfólk og hljómsveitir á Austurlandi til að koma og spila. 

„Að sama skapi var upphaflega hugmyndin að tónleikhátíðinni Orientu Im Culus að fá rokk- og pönksveitir hérna á Austurlandinu til að koma og spila saman eina kvöldstund. Áherslan er á austurland og þær hljómsveitir sem eru héðan,“ segir Arnar. 

„Síðan datt okkur í hug við að taka þetta skrefinu lengra og fá eitthvað frægt band til að vera með og höfðum samband við Fræbblana. Þeir voru tilbúnir að koma. Eins og oft gerist með innanlandsflugið þá var því aflýst vegna veðurs og komust ekki,“ bætir Þorvarður við og þeir félagar hlægja að þessu ævintýri. 

En þeir félagar héldu sínu striki héldu tónleikana samt sem áður og mæting var framar vonum. Þetta gekk svo vel að þeir ætla halda hátíðina aftur í ár. 

„Núna ætlum viða flytja inn tvær hljómsveitir að sunnan. Fræbblarnir ætla að því þeir komust ekki í fyrra og svo önnur frábært band með þremur ungum stelpum sem heitir Gróa. Svo verðum við, DDT Skordýraeitur og svo Máni and the roadkillers,“ segir Arnar.

Félagarnir segja að draumurinn sé að gera þetta tveggja kvölda hátíð í framtíðinni. Föstudags- og laugardagkvöld og hafa þá tvær stórar hljómsveitir sem við deila niður á sitthvort kvöldið. Þeir vonast svo auðvitað til að sjá sem flesta og miðar verða seldir við innganginn. 

 

 

 

DDT Skordýraeitur ásamt eina Fræbblinum sem komst í fyrra. Mynd úr einkasafni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.