Tilboð í lokaáfanga stækkunar Dalborgar opnuð í dag

Tilboð í þriðja og síðasta áfangann við stækkun leikskólans Dalborgar á Eskifirði verða opnuð eftir hádegi í dag.

Það var Launafl sem byggði 410 fermetra viðbygginguna en framkvæmdir við hana hófust sumarið 2022.

Fyrir þremur vikum var auglýst útboð í lokaáfanga framkvæmdanna sem fela í sér lagnir, rafkerfi, frágang innanhúss, innréttingar og búnað. Skilafrestur tilboða er til klukkan 14:00 í dag og verða tilboð opnuð klukkustund síðar.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði að fullu lokið þann 30. september næstkomandi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.