Tíðindalítil jól og áramót

Lítið var að gera um fyrir lögregluna á Austurlandi yfir ný afstaðin jól og áramót. Nokkur umferðaóhöpp urðu vegna hálku og færðar en engin alvarleg slys. 

 

„Jólin og áramótin fóru einstaklega vel fram. Skemmtanahald með allra besta mót. Einu vernefnin hér í okkar umdæmi voru minniháttar umferðaóhöpp“ segir Hjalti Bergmar Axelsson aðalvarðstjóri lögreglunnar á Austurlandi

Hann segir að hátt í þriðja hundrað ökumenn hafi verið kannaðir fyrir og yfir hátíðarnar en aðeins einn hafi verið tekinn vegna ölvunar og fíkniefna. Það mál er í hefðbundnu ferli.

Ný umferðalög tóku gildi nú um áramótin. Snúa þau að meðal annars að ökuljósum, Þurfa þau að loga bæði að framan og aftan. „ Fólk þarf að kynna sér nýju lögin sérstaklega vel. Við erum að gera það og læra inn á þau. En ekkert hefur reynt á þau er á öðrum degi. Við erum bjartsýn á nýja árið.“ segir Hjalti að lokum   

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.